Fjárhagsáætlun - undirbúningsfundur

Laugardaginn 9. nóvember verður haldinn fundur sveitarstjórnar með öllum nefndum sveitarfélagsins og forstöðumönnum stofnana.
Á fundinum verður farið yfir fjárhagstöðu sveitarfélagsins og kynntar helstu forsendur fyrir fjárhagsáætlun ársins 2014. Fundurinn verður haldinn í matsal Hrafnagilsskóla og hefst kl. 10:00. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki um kl. 13:00.
Fundurinn er einnig opinn öllum þeim sem hafa áhuga á málefninu og/eða vilja koma á framfæri ábendingum.
Sveitarstjórn