Flottur hópur ferðaþjónustuaðila heldur á sýningu í Kópavogi

Fréttir
Mannamót 2020
Mannamót 2020

Alls fara níu fyrirtæki úr Eyjafjarðarsveit á ferðasýninguna Mannamót Markaðsstofanna sem haldin er í Kórnum í Kópavogi næstkomandi fimmtudag. Verður sveitin því vel áberandi á þessum mikilvæga vettvangi. 

Mikið hefur verið lagt í undirbúning ferðarinnar hjá þeim aðilum sem hana sækja og tilhlökkun í hópnum enda um stórskemmtilega sýningu að ræða þar sem ferðaþjónustuaðilar koma að allstaðar af landinu. Sveitarfélagið hefur stutt við ferðina með að láta hanna sameiginlegt útlit baklands, borðkort og dúka sem munu nýtast ferðaþjónustuaðilum úr sveitarfélaginu við sína markaðssetningu og verður gaman að sjá hvernig það mun njóta sín á sýningunni.