Frábær árangur

rumenia_035_120 Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí er að spila á HM í Rúmeníu dagana 23.-29. mars.Í landsliðinu eru fjórir spilarar úr Eyjafjarðarsveit og einnig er aðstoðarþjálfarinn héðan.

Myndin er tekin eftir leikinn á móti Suður Afríku sem stelpurnar okkar unnu 9-1. Á myndinni eru Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir Brekkutröð 6, Jónína Guðbjartsdóttir Grund, Hulda Sigurðardóttir Kálfagerði, Hrund Thorlacius Sunnutröð 2 og Anna Sonja Ágústsdóttir Kálfagerði.


Hrund var valin maður leiksins í fyrsta leiknum en þar skoraði hún tvö mörk.
Stelpurnar okkar fjórar hafa allar spilað mjög mikið.
Anna Sonja er komin með 2 mörk og 3 stoðsendingar, Hrund er með 3 mörk og 2 stoðsendingar, Jónína er með eina stoðsendingu og Steinunn Erla er með 2 mörk og 4 stoðsendingar.

23/3 Nýja Sjáland – Suður Afríka 9 – 1
23/3 Tyrkland – Eistland 1 – 8
23/3 Rúmenía – Ísland 3 – 4
24/3 Suður Afríka – Eistland 1 – 2
24/3 Island – Tyrkland 9 – 0
24/3 Rúmenía – Nýja Sjáland 2 – 7
26/3 Suður Afríka – Ísland 1 – 9
26/3 Rúmenía – Tyrkland 9 – 1
26/3 Nýja Sjáland – Eistland 4 – 1
27/3 Island – Nýja Sjáland
27/3 Tyrkland – Rúmenía
27/3 Eistland – Rúmenía
29/3 Eistland – Ísland
29/3 Nýja Sjáland – Tyrkland
29/3 Suður Afríka – Rúmenía

Hörkuleikur í dag.
Linkurinn á mótið í Rúmeníu er: http://www.iihf.com/channels/iihf-world-womens-iv-championship/statistics.html
Og hjá íshokkísambandi Íslands er : http://www.ihi.is/?webID=16&i=95 en þar er smá ferðasaga.

Áfram Ísland