FRÁBÆR BYRJUN Á HANDVERKSHÁTÍÐ 2019

Fréttir
Handverkshátíð 2019
Handverkshátíð 2019

Handverkshátíð fór af stað í morgun og gekk dagurinn afskaplega vel fyrir sig. Fjöldi manns var mættur til að kynna sér nýtt handverk og njóta samverunnar á Hrafnagili.

Glæsilega muni er að finna í hverju horni og skemmtilegt svæði úti tileinkað Ferguson búnaðarvélum. Vert er að minnast á veitingasölu félagasamtakanna í Eyjafjarðarsveit þar sem hver getur gætt sér á kræsingum og um leið lagt sitt af mörkum við að styðja við ötult starf björgunarsveitarinnar og ungmennafélags Samherja.