Garður fær landbúnaðarverðlaun 2020

Fréttir
Ásdís Einarsdóttir, Aðalsteinn Hallgrímsson, Sesselja Barðdal og Kristján Þór Júlíusson (mynd SMH).
Ásdís Einarsdóttir, Aðalsteinn Hallgrímsson, Sesselja Barðdal og Kristján Þór Júlíusson (mynd SMH).

Á vef Bændablaðsins kemur fram að kúabúið Garður í Eyjafjarðarsveit hafi fengið landbúnaðarverðlaunin árið 2020 ásamt garðyrkjustöðvarinnar Espiflatar í Reykholti.

Fram kemur í umsögn vegna verðlaunanna að „Á Garði er rekin fyrirmyndarstarfsemi þar sem tækniþróun hefur verið nýtt í því augnamiði auka verðmætasköpun og bæta velferð dýra. Þá hafa bændur á Garði gefið almenningi gott tækifæri til að kynnast betur íslenskum landbúnaði,“. Fjallað er þar enn frekar um uppbyggingu Garðbúsins frá árinu 1955 og síðan um tilkomu Kaffi Kú árið 2007.
Við óskum Garðsbúinu og Kaffi Kú innilega til hamingju með þessa miklu viðurkenningu.

Sjá nánar á vef Bændablaðsins www.bb.is