Gatnagerðargjald Reykárhverfi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur breytt 8. gr.  samþykktar um gatnagerðargjald í Reykárhverfi þannig að húsbyggjendur geta nú sótt um mun hærri afslætti frá gjaldskrá en áður var. 

Hægt er að sækja um afslátt ef lokið hefur verið við:

a: að fokhelda húsið áður en ár er liðið frá því að lóð var úthlutað.

b: frágang húss að utan og frágangi lóðar áður en 2 ár eru liðin frá því lóð er úthlutað.

Í fyrri samþykkt dags. 15. ágúst 2007 var gert ráð fyrir að hægt væri að sækja um 10% afslátt fyrir hvorn lið en með breytingunni nú, er gert ráð fyrir að veittur verði 25% afsláttur fyrir hvorn lið.  Þessi breyting gildir til 31. desember 2010.

Samþykkt um gatnagerðargjald dags. 15. ágúst 2007