Gjafabréf Freyvangsleikhússins

Við viljum benda sveitungum á að gjafabréf á sýninguna Himnaríki - geðklofinn gamanleikur, sem verður aðalsýning félagsins þetta leikárið, eru nú til sölu í Eymundsson á Akureyri (ekki á annarri hæð!) á sérstöku afsláttarverði kr. 2.000,-. Lofum að koma ekki með sýnishorn á Þorrablótið!
Jólakveðja frá Freyvangsleikhúsinu