Guðmundur ráðinn sveitarstjóri

Gengið hefur verið frá ráðningu Guðmundar Jóhannssonar í stöðu sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar. Guðmundur er Akureyringur kvæntur Evu Þórunni Ingólfsdóttur og eiga þau fjögur börn. Gert er ráð fyrir að Guðmundur taki til starfa í maí.