Heimsending á matvörum til áhættuhópa á tíðum Covid19

Fréttir
Matvörur
Matvörur

Kæru sveitungar, á fundi sínum ákvað sveitarstjórn að sveitarfélagið muni sjá til þess að þeir sem í áhættuhópi eru geti leitast eftir að fá aðstoð með heimsendingu á matvælum. Hér eru frekari upplýsingar um útfærsluna og hvernig hægt er að sækja um þjónustuna.

Sótt er um þjónustuna með því að hringja á skrifstofuna í síma 463-0600 eða senda tölvupóst á esveit@esveit.is.

Sveitarfélagið mun sjá um að sækja matarpantanir í matvöruverslanir fyrir þá sem það þurfa og senda það heim til þeirra. Sendingar verða þá skildar eftir við útidyrahurð viðkomandi og hann látinn vita.

Viðkomandi sér sjálfur um að panta vörurnar á vefsíðu viðkomandi verslunar og greiðir fyrir þær í leiðinni. Að svo stöddu er eingöngu ein matvöruverslun á Akureyri sem býður uppá pantanir á netinu og er það Nettó en vefslóðin er www.aha.is/verslun/netto-akureyri.

Eigi viðkomandi aðili í erfiðleikum með að nota netið til þessa verks er hægt að hringja á skrifstofu sveitarfélagsins eftir aðstoð.

Heimsendingar verða til að byrja með einu sinni í viku, á þriðjudögum.

Til að tryggja að vörurnar séu tilbúnar til afhendingar á réttum tíma er æskilegt að panta þær með nokkurra daga fyrirvara og velja afhendinguna kl. 11:00 á þriðjudegi. Um þessar mundir er þriggja daga afhendingafrestur á vörum í Nettó svo æskilegt er að panta vörurnar á föstudegi.

Ekkert er greitt fyrir þjónustu sveitarfélagsins í þessum efnum, eingöngu fyrir vörurnar sjálfar við pöntun.

 

Hér er nánari útskýring á ferlinu til að framkvæma pöntun:

1. Sækja um þjónustuna í síma 463-0600 eða með tölvupósti á esveit@esveit.is

2. Panta vörur í vefverslun Nettó með nægilega löngum fyriravara og greiða fyrir þær.
    a. Velja að fá pöntun afhenta klukkan 11:00 á þriðjudagsmorgni.

3. Láta sveitarfélagið vita á esveit@esveit.is eða í síma 463-0600 að pöntun hafi átt sér stað.

4. Taka á móti pöntunum við útidyrnar heima.

 

Bestu kveðjur, Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.
(Fréttin hefur verið uppfærð)