Hjálparsími Rauða krossins sími 1717

Fréttir

Hjálparsími Rauða krossins sími 1717

Mikið hefur gengið á í Eyjafjarðarsveit og víða um land allt núna í desember. Á fundi Samráðshóps áfallahjálpar í umdæmi Almannavarnanefndar Eyjafjarðar var m.a. rætt um að benda fólki á að hafa samband við hjálparsíma RKÍ s: 1717, ef það eða einhverjir sem það þekkir til, eru með vanlíðan vegna þessara mála. 

Hjálparsími og netspjall Rauða Krossins: „hægt er að hafa samband vegna alls þess sem þér liggur á hjarta og fá sálrænan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru í íslensku samfélagi.“ Heimasíða: raudikrossinn.is.