Höskuldsstaðir - skipulagslýsing deiliskipulags

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar 22. mars s.l., er hér með auglýst skipulagslýsing á deiliskipulagi íbúðarreits ÍS15 að Höskuldsstöðum skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagslýsingin sem er sett fram í meðfylgjandi greinargerð er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

Á kynningartímanum er gefinn kostur á að koma með athugasemdir við skipulagslýsinguna. Frestur til að gera athugasemdir við skipulagslýsinguna er til og með 4. apríl 2011.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um deiliskipulag svæðisins og deiliskipulagið auglýst á hefðbundinn hátt.

Sveitarstjóri