Hreyfivika UMFÍ 2020

Fréttir

Nú stendur yfir Hreyfivika UMFÍ og ætlar Eyjafjarðarsveit að bjóða uppá nokkra viðburði tengda henni. Það er um að gera að koma og taka þátt í því sem boðið er uppá, prófa eitthvað nýtt eða rifja upp gamla takta eftir samkomubann.
Vonandi sjáum við sem flesta.

Dagskrá Hreyfiviku

Miðvikudagur 27. maí – Þrektími fyrir 16 ára og eldri í íþróttahúsinu kl .17:00-18:00
• Alhliða þrektími með þol- og styrktaræfingum
• Allir velkomnir, erfiðleikastig fyrir alla
• Umsjón: Líf Katla Angelica Ármannsdóttir

Fimmtudagur 28. maí – Borðtennis í íþróttahúsinu kl. 18:00-19:00
• Opinn tími í borðtennis
• Allir velkomnir, sérstaklega byrjendur
• Leiðsögn fyrir byrjendur
• Umsjón: Sigurður Eiríksson

Laugardagur 30. maí – Íþróttaskóli og badminton í íþróttahúsinu
Íþróttaskóli fyrir 2-5 ára í íþróttahúsinu kl. 10:00-11:00
• Áhaldageymslan tæmd og búin til skemmtileg þrautabraut
• Umsjón: Sonja Magnúsdóttir

Badminton í íþróttahúsinu kl. 11:30-12:30
• Opinn tími fyrir alla aldurshópa
• Allir velkomnir, sérstaklega byrjendur
• Leiðsögn fyrir byrjendur
• Umsjón: Sonja Magnúsdóttir

Sunnudagur 31. maí – Frisbígolf kl. 11:00
Mæting hjá rólunum fyrir framan skólann
• Allir velkomnir, byrjendur og þeir sem hafa prófað áður
• Leiðsögn fyrir byrjendur
• Diskar til láns og sölu
• Umsjón: Pétur Elvar Sigurðsson