Íþróttamiðstöð, líkamsrækt og sundlaug loka

Fréttir
Sundlaug Eyjafjarðarsveitar
Sundlaug Eyjafjarðarsveitar

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar hefur nú verið lokað fyrir almennri umferð vegna samkomubanns. Á þetta einnig við um aðgang að sundlaug og líkamsræktaraðstöðu.

Við hvetjum íbúa sveitarfélagsins til að stunda heilbrigða hreifingu en ýmislegt má finna sér til dægrastyttingar. Nú er tími til að líta inn á við og rækta sambandið við fjölskylduna, ágætt er að gefa sér frí frá fréttaefni og samfélagsmiðlum einhvern hluta dagsins og taka mögulega fram spil og góða bók í þess stað. 

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar er opið enn sem komið er á takmörkuðum tímum þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga milli klukkan 16 og 19. Takmörkuð umferð er á safnið og biðjum við fólk að virða fjöldatakmarkanir er þið komið að sækja ykkur spennandi bók. 

Góðar gönguleiðir eru í boði út frá Hrafnagilshverfi og er stefnt á að halda útivistastíg okkar opnum eins mikið og kostur er á. Þá er sparkvöllurinn til staðar þar sem fólk þarf að virða almennar reglur um fjarlægðir og fjölda og hægt er að spila frísbígolf við Hrafnagilsskóla.