JÓNAS HALLGRÍMSSON Í 200 ÁR

Tónleikar 16. Nóvember í Laugarborg, kl. 20:30
Miðaverð kr. 2.000,-

Flytjendur: Fífilbrekkuhópurinn sem skipaður er Sigrúnu Eðvaldsdóttur, fiðla ; Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, píanó ; Sigurði I. Snorrasyni, klarínett og Hávarði Tryggvasyni, kontrabassi.
Einsöngvarar Hulda Björk Garðarsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson.
Leiklestur Jón Laxdal
Efnisskrá: Lög Atla Heimis Sveinssonar við texta Jónasar Hallgrímssonar. Upplestur texta sem tengir lögin ævi Jónasar. Ljósmyndum eftir Þorgerði Gunnarsdóttur verður varpað á tjald.

Tónleikarnir eru liður í vetrardagskrá Laugarborgar. Tónleikana ber upp á Dag íslenskrar tungu sem jafnframt er afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar. Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í Laugarborg ár hvert en í ár verðu um viðhafnartónleika að ræða í samræmi við tilefnið.

Árið 1996 voru frumflutt fyrstu "Jónasarlög" Atla Heimis Sveinssonar. Mörg hver hafa síðan þá notið mikillar hylli bæði meðal almennings sem og söngvara og kóra. Nokkur laganna eru flutt árlega í Laugarborg á Degi íslenskrar tungu. Atli hefur nú bætt við nýjum lögum sem frumflutt verða í Laugarborg. Fífilbrekkuhópurinn hefur undanfarið ferðast víða um lönd og flutt þessa dagskrá en flutningurinn í Laugarborg markar frumflutning hér á landi. Lög Atla eru nú 26 talsins og má segja að þar sé Jónasi afhent síðbúin en kærkomin afmælisgjöf því hann átti sér þá ósk að textar hans yrðu tónsettir til að þeir mættu lifa með alþýða landsins til framtíðar.