KJÖRFUNDUR VEGNA KJÖRS FORSETA ÍSLANDS LAUGARDAGINN 27. JÚNÍ 2020

Fréttir

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00, stefnt er að lokun kjörfundar kl. 18:00. Tekið skal fram að ekki má loka kjörstað fyrir kl. 22:00, nema kjörfundur hafi staðið í átta tíma og hálftími sé liðinn frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjósendur eru því hvattir til að mæta nægilega snemma til að tryggja að þeir geti greitt atkvæði.
Þeir sem eiga erfitt með gang mega aka að inngangi skóla.
Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 894-1372.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 16. júní 2020;
Einar Grétar Jóhannsson, Elsa Sigmundsdóttir og Níels Helgason.

Almennar upplýsingar um forsetakosningarnar er m.a. að finna á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands:
https://www.stjornarradid.is/verkefni/kosningar/forsetakosningar-2020/