Könnunin nú aðgengileg á heimasíðunni

Í undirbúningi er að flytja ábyrgð á þjónustu við aldraða frá ríki til sveitarfélaga árið 2015. Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar leitaði þess vegna til iðjuþjálfunarfræðideildar Háskólans á Akureyri og óskaði eftir samstarfi um könnun á þjónustu og búsetuúrræðum í sveitarfélaginu. Nefndin hugar að framtíðarstefnumótun og vantaði gögn um viðhorf, óskir og þarfir aldraðra íbúa sveitarfélagsins til að taka mið af við þá vinnu.
Könnunin var unnin sem lokaverkefni til B.Sc. prófs í iðjuþjálfunarfræðum og unnin af þeim Arndísi Jónu Guðmundsdóttur, Jónínu Hörpu Njálsdóttur og Lillý Rebekku Steingrímsdóttur.

Nú má lesa könnunina: " Bómleg búseta og þróun þjónustu" hér á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.