Kynningarfundur vegna viðauka við aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar

Kynningarfundur verður haldinn í matsal Hrafnagilsskóla mánudaginn 19. maí kl. 20:00. Kynntur verður viðauki við aðalskipulag sveitarfélagsins með skýringum og viðbótum við gildandi skipulag. Markmiðið með viðaukanum er að skýra reglur um ýmis atriði og samþykkja nýjar reglur þar sem talin er þörf á. Auk þess er tilgreindar áorðnar breytingar á skipulaginu.

Viðaukann má sjá hér en í framhaldinu verður hann auglýstur með lögboðnum auglýsingar- og athugasemdafresti.