Lámarksþjónusta vegagerðar í dag en skólabílar eiga að komast leiða sinna

Fréttir
Snjómokstur
Snjómokstur

Leiðinda veður er í dag og fer frekar versnandi fram til klukkan 18, með aukinni úrkomu. Víða skefur þannig að það torveldur umferð minni bíla sérstaklega. Vegagerðin er með lágmarksþjónustu framan miðbrautar þar til veðri slotar en þó er stefnt á að moka þannig að skólabílar komist leiða sinna. Næstu nótt verður síðan mokað betur þegar veður hefur gengið niður og ættu allir að komast leiða sinna að morgni miðvikudags.