Landspilda úr landi Kropps - deiliskipulag

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi 9 nýrra íbúðarhúsalóða á 1,62 ha. spildu úr landi Kropps. Spildan er austan Eyjafjarðarbrautar (821), gegnt Jólahúsinu. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag.
Skipulagið ásamt greinargerð má einnig sjá á skrifstofu sveitarfélagsins.

Deiliskipulag

Greinargerð með deiliskipulagi

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 3. mars 2010. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna fyrir auglýstan frest telst samþykkur henni.
19. janúar 2010, Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar