Leifsstaðir deiliskipulag frístundasvæðis

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með eftirfarandi tillögu að deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997  með síðari breytingum.

Deiliskipulagsbreyting frístundasvæðis í landi Leifsstaða
Með breytingunni er gert ráð fyrir nýrri vegtengingu safnvegar frá Leifsstaðavegi til vesturs að lóðum nr. 8 og  9 í Leifsstaðabrúnum.

Deiliskipulagstillaga

Tillagan ásamt greinargerð verður til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá og með 26.  júní 2009. Hverjum þeim aðila sem sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.

Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 7. ágúst 2009. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögunar fyrir auglýstan frest telst samþykkur þeim.

Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar