Leikjaskóli barna byrjar

Hausthópur 2006
Hausthópur 2006

Leikjaskóli fyrir börn á aldrinum 3 - 6 ára byrjar 3.febrúar

Nú er komið að framhaldsnámskeiði fyrir börn sem fædd eru á árunum 2001, 2002 og 2003 og eiga lögheimili í Eyjafjarðarsveit.

Leikjaskólinn verður í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla á laugardögum milli kl. 14:00 - 15:00. Kennari er Berglind Gunnarsdóttir, íþróttakennari. Um er að ræða 10 skipti og þátttökugjald er einungis 2500 kr. Fyrsti tíminn verður laugardaginn 3. febrúar og síðan er kennt alla laugardaga nema 24. feb. og 7. apríl þar til 10 skiptum er náð.

Skráning fer fram eftir kl. 20:00 á kvöldin í síma:
463 1590 Kristín
463 1357 Nanna
463 1511 Lilja

Íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar