Leikskólastjóri óskast í leikskólann Krummakot

Eyjafjarðarsveit auglýsir lausa til umsóknar stöðu leikskólastjóra í leikskólanum Krummakoti. Leitað er eftir jákvæðum og drífandi leiðtoga með framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.

Leikskólinn Krummakot er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar, í barnvænu umhverfi sem hefur upp á einstaka möguleika að bjóða til útivistar, hreyfingar og tónlistar. Krummakot er þriggja deilda leikskóli með um 60 nemendur á aldrinum 12 mánaða til 6 ára.

Starfssvið:

  • Að veita leikskólanum faglega forystu á sviði uppeldis og kennslu.
  • Að leiða samstarf starfsmanna, heimila og leikskólans.
  • Að stýra leikskólanum og bera ábyrgð á daglegri starfsemi, fagstarfi, starfsmannamálum, fjárhagsáætlun og rekstri.

 Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf leikskólakennara og kennslureynsla á leikskólastigi.
  • Viðbótarmenntun í stjórnun eða reynsla af stjórnun.
  • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Leiðtogahæfileikar, faglegur metnaður og hugmyndaauðgi.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Góð íslenskukunnátta.

Eyjafjarðarsveit er blómlegt og öflugt 1.000 manna samfélag. Í Hrafnagilshverfi eru auk leikskólans grunnskóli, tónlistarskóli og íþróttamiðstöð.

Umsóknir um starfið sendist á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 601 Akureyri, eða á netfang skrifstofustjóra, stefan@esveit.is merkt „Leikskólastjóri 1706018“ í efnislínu (e. subject). Með umsókn skal fylgja leyfisbréf leikskólakennara, ferilskrá ásamt tilvísun til tveggja meðmælenda og kynningarbréf sem tilgreinir m.a. ástæður umsóknar og rökstuðning fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknir skulu hafa borist á skrifstofu eða í tölvupósti eigi síðar en 3. júlí 2017.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ f.h. Félags stjórnenda leikskóla.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefán Árnason, skrifstofustjóri, í síma 463-0600.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.