Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður:

100% stöðu leikskólakennara eða einstaklings með aðra kennara- og/eða uppeldismenntun frá 1. maí n.k.
100% stöðu matráðs frá 1. júní n.k.
100% stöðu leikskólakennara eða einstaklings með aðra kennara- og/eða uppeldismenntun vegna sumarafleysinga frá 1. júní n.k.

Krummakot er þriggja deilda leikskóli með rúmlega fimmtíu nemendur og eru deildir aldursskiptar. Verið er að innleiða Jákvæðan aga og markvisst unnið með málrækt, dygðir, umhverfisstarf, söguaðferð, hreyfingu, myndlist og tónlist. Leikskólinn er samrekinn með Hrafnagilsskóla og því mikið samstarf milli skólastiganna. Hádegismatur er aðkeyptur úr mötuneyti Eyjafjarðarsveitar sem er til húsa við Hrafnagilsskóla.
Óskað er eftir jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingum sem hafa áhuga á uppeldis- og menntastarfi ásamt því að vera tilbúnir að taka þátt í að byggja upp öflugan leikskóla.
Umsóknarfrestur vegna leikskólakennarastöðu er til 29. apríl 2013 en til 10. maí 2013 vegna stöðu matráðs og leikskólakennara í sumarafleysingar. Kjör leikskólakennara eru samkvæmt kjarasamningi Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga en kjör matráðs samkvæmt kjarasamningi Einingar Iðju og Launanefndar sveitarfélaga.
Allar nánari upplýsingar veitir Hugrún Sigmundsdóttir skólastjórnandi í síma 464-8120/ 892-7461, netfang hugruns@krummi.is