Lóðir á tilboðsverði - frestur að renna út!

Sveitarstjórn hefur samþykkt að fella niður gatnagerðargjald á lóðum nr. 2, 4, 6  og 8 við Bakkatröð í Reykárhverfi.
Gatnagerðargjaldið er fellt niður tímabundið vegna atvinnuuppbyggingar og er þess í stað óskað eftir tilboði í byggingarrétt á lóðunum.
Lögð er áhersla á að hafist verði handa við uppbyggingu sem fyrst og að byggt verði á sem flestum lóðum.   
Við mat á tilboðum verði horft til eftirfarandi þátta:
     1. Greiðslugeta til að byggja íbúðarhús þarf að vera fyrir hendi.

     2. Hefja þarf framkvæmdir á árinu annars falli byggingarréttur úr gildi.

     3. Hús þarf að vera fokhelt innan árs frá úthlutun og utanhússfrágangi húss og      lóðar lokið innan tveggja ára. Að öðrum kosti verði lagt á 30% gatnagerðargjalds (um 1,5 Mkr.) í hvoru tilviki. Gengið verði frá þessari kvöð í lóðarleigusamningi.

     4. Verð á byggingarrétti ráði.

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Skila þarf tilboðum í lóðirnar til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi þriðjudaginn 31. maí kl. 14 og verð opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Nánari upplýsingar um skipulag o.þ.h. fást á þessar síðu .