Lumar þú á skemmtilegri frétt eða fallegum myndum fyrir heimasíðu sveitarfélagsins?

Fréttir

Ákveðið hefur verið að leita til ykkar eftir skemmtilegum fréttum, umfjöllunum eða sögum ásamt myndum úr sveitinni sem hægt er að deila með sveitungum til dægrastyttingar á þessum sérkennilegu tímum.

Langar okkur að birta líflegar og skemmtilegar fréttir á heimasíðu sveitarfélagsins, eitthvað sem dreift getur huga okkar frá því yfirflæði frétta sem tengjast veirum, veðri og snjómokstri þessa dagana.

Innsent efni getur verið allt að því hvað sem er. Til dæmis falleg mynd og upplýsingar um hana, upplýsingar um starfsemi fyrirtækis (hvort sem það er í landbúnaði, ferðaþjónustu eða öðru), myndir og fréttir úr félagsstarfi eða hvað annað sem ykkur dettur í hug.

Vonandi fáum við eitthvað skemmtilegt innsent efni til að deila á heimasíðu sveitarfélagsins www.esveit.is og samfélagsmiðlum.

Efni sendist á esveit@esveit.is

Með vinsemd og þökk, Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.