Matarstígur Helga Magra

Fréttir
Karl Jónsson fjallar um Matarstíg Helga Magra
Karl Jónsson fjallar um Matarstíg Helga Magra

Ítarlegt viðtal má finna við Karl Jónsson í Bændablaðinu í dag, þann 5.mars þar sem fjallað er um Matarstíg Helga Magra sem formlega var stofnaður á stofnfundi á Lamb Inn þann þriðja mars síðastliðinn.


Verkefnið er mjög metnaðarfullt og opnar á marga möguleika fyrir matvælaframleiðendur og ferðaþjónustuaðila í Eyjafjarðarsveit og er til þess fallinn að skapa sérstöðu og auka möguleika þessara aðila í framtíðinni.
Viðtalið í heild sinni má finna á blaðsíðu 24 í fimmta tölublaði Bændablaðsins.
Við óskum aðilum Matarstígs Helga Magra til hamingju.