Meistaramót Íslands fór fram á Laugum síðustu helgi

Besti árangur hjá UMF Samhverjum í þó nokkurn tíma. Nú er kominn hópur sem þarf að styrkja og bæta ofan á.

Frá Samherjum fóru þau Kristján Rögnvaldsson, Jónas Rögnvaldsson, Jófríður Stefánsdóttir, Eva Magnúsdóttir og Davíð Sæmundsson.

Kristján Rögnvaldsson vann sín fyrstu verðlaun á Meistaramóti með frábærri frammistöðu en hann varð 3. Í 400m og 200m. Einnig varð hann 4 í 300m grind og 5. Í langstökki. Jónas varð 4 í 800m hlaupi og 6. Í 300m grind, Jófríður og Eva urðu í 4. Sæti í 4x100m boðhlaupi og Davíð varð 4 í hástökki. Jónas og Davíð urðu í 3. Sæti í 4x100m boðhlaupi. Síðan urðu Kristján, Jónas og Davíð í 4. Sæti í 4x400m boðhlaupi sem er gríðarlega erfið grein.

UMSE hefur ekki sent svo stóran hóp frá sér lengi en í hópnum voru 12 krakkar, 5 frá Smáranum, 5 frá Samherjum 1 frá Dalvík og 1 frá Reyni. UMSE endaði í 9 sæti af 14 liðum með 53 stig sem er besti árangurinn okkar í þó nokkurn tíma. Þarna er kominn hópur sem þarf að styrkja og bæta ofan á.

Frekari upplýsingar um starfið hjá frjálsíþróttakrökkunum má finna á heimasíðu Ara : http://blogcentral.is/jonasari