Messa í Munkaþverárkirkju 6. mars kl. 11

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar verður haldinn í Munkaþverárkirkju 6. mars kl. 11. Þá mun Kór Hrafnagilsskóla syngja undir stjórn Maríu Gunnarsdóttur, einnig mun sunnudagaskólinn taka þátt með nokkrum af sínum söngvum og fermingarbörnin aðstoða við helgihaldið. Yfirskrift æskulýðsmessunnar er
“Samferða” og verður hún fyrir alla aldurshópa og væri gaman að sjá kynslóðirnar saman við þetta tækifæri í kirkjunni.
Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur í Eyjafjarðarprófastsdæmi

Rúmlega hundrað krakkar í tíu til tólf ára starfi þjóðkirkjunnar og KFUM og KFUK í prófastsdæminu voru á móti í Hrafnagilsskóla 18.-19. febr. Endaði mótið með helgistund í Kaupangskirkju sem krakkarnir höfðu undirbúið.