Met féllu á Aldursflokkamót UMSE

UMSE
UMSE

Aldursflokkamót UMSE var haldið á Þórsvellinum á Akureyri í síðustu viku, nánar tiltekið 3.-4. sept. Mótið fór mjög vel fram og sýndu keppendur frábær tilþrif á vellinum. Um 120 keppendur frá 9 félögum voru skráðir til leiks, en keppt var í fjölmörgum greinum í mörgum aldursflokkum. Veðrið lék við keppendur, þó heldur hafi tekið að kólna seinnipart daganna. Mótið var jafnframt stigakeppni aðildarfélaga UMSE.

Nokkur aldursflokkamet voru slegin á mótinu. Helgi Pétur Davíðsson, UMSE, setti  í 60 m, grindarhlaupi í flokki 13 ára stráka á tímanum 9,89. Helgi keppti fyrir hönd Umf. Smárans í stigakeppninni. Kolbeinn Fannar Gíslason, UFA, setti met í langstökki 12 ára stráka, en hann stökk 5,19 m. Ragúel Pino Ufa setti met í sleggjukasti og kringlukast 12 ára stráka,en hann kastaði sleggjunni 24,98 og kringlunni 30,80 m. Guðmundur Smári Daníelsson,UMSE, sem fyrr í sumar varð Íslandsmeistari í sleggjukasti og stangarstökki 15 ára sveina, og náði hann besta tíma ársins í 100 m. grindarhlaupi á tímanum 15,05. Hann keppti fyrir hönd Umf. Samherja á mótinu.

Eins og áður segir var mótið stigakeppni fyrir aðildarfélögu UMSE. Í heildar stigakeppninni báru Umf. Samherjar sigur úr bítum með 276 stig. Sigur þeirra var nokkuð afgerandi. Í öðru sæti var lið Umf. Smárans með 210,5 stig og í þriðja sæti lið Umf. Svarfdæla.

Margir keppendur bættu sinn besta árangur og ljóst sumarstarfið hefur verið öflugt á svæðinu.

Nánari úrslit mótaforriti FRÍ mot.fri.is