Námskeið í Dyngjunni - listhúsi

https://www.facebook.com/dyngjanlisthus. Fimmtudaginn 27. sept. verður örnámskeið í jurtalitun. Litað verður í tveimur pottum undir berum himni lýstum af nánast fullu tungli. Námskeiðið hefst kl. 18.00 og kostar 6.500.- Lummur og ketilkaffi á heitri kamínunni í litla rauða húsinu.

Tóvinnunámskeið verða haldin fjögur fimmtudagskvöld í október og hefst 4. okt. frá kl. 19.00-22.00. Í litlu rauðu húsi við Dyngjuna er spunninn þráður lífsins úr reyfi frá kind nágrannans við kertaljós á köldum vetrarkvöldum. Fyrstu tvö skiptin er kennt að spinna þráð frá reifi, kemba með handkömbum og spunnið á snældu og seinni tvö kvöldin er kennt að spinna á rokk í Dyngjunni. Námskeiðið kostar 18.500.-

Dyngjan-listhús er við fjallsrætur Kerlingar í landi Fífilbrekku Eyjafjarðarsveit. Upplýsingar í síma 899-8770 og hadda@simnet.is   Kaffi meðlæti;o)