Neyðarkall og rafhlöður

Í kvöld hefst yfirferð okkar um sveitarfélagið við að selja Neyðarkallinn og rafhlöður í reykskynjara og verðum við á ferðinni næstu 4-5 kvöld. Við munum byrja næst Akureyri beggja megin og halda fram eftir. Neyðarkallinn seljum við eins og áður á 1500 kr. til fjáröflunar en rafhlöðurnar eru á kostnaðar verði og viljum við minna fólk á mikilvægi þess að skipta um rafhlöðu einu sinni á ári.
Við þurftum að fresta þessari yfirferð fram yfir helgi vegna veður og þó aðalega vegna mikilla anna hjá hjálparsveitinni en alls eru skráð 14 útköll og aðstoðarbeiðnir frá fimmtudegi til sunnudags. En þau voru við að bjarga búfé, draga bíla, koma fólki til síns heima, aðstoða viðgerðaflokka og stórt útkall í Skagafirði við leit af týndum manni.

Við vonum að fólk taki vel á móti mannskapnum okkar eins og undanfarin ár