Norsku fyrirsæturnar mættar á Handverkshátíð

Norsku fyrirsæturnar
Norsku fyrirsæturnar

Undirbúningur Handverkshátíðar 2013 stendur sem hæst. Sölutjöld og veitingatjald rísa núna á svæðinu og sýnendur eru að koma sér fyrir.
90 sölubásar af öllu landinu með íslensku handverki og hönnun eru á sýningunni í ár.
Norskar „kýr“ eru nú komnar á svæðið og munu skarta rammíslensku prjónlesi alla sýningarhelgina.
Veðrið er dásamlegt í Eyjarfirðinum og bjóðum við landsmenn velkomna á Handverkshátíð sem hefst á morgun kl: 12 og stendur fram til mánudags.