Ný stjórn Bændasamtakanna kjörin

Fréttir
Ný stjórn Bændasamtaka Íslands. Halla Eiríksdóttir, Gunnar Þorgeirsson, Hermann Ingi Gunnarsson, Odd…
Ný stjórn Bændasamtaka Íslands. Halla Eiríksdóttir, Gunnar Þorgeirsson, Hermann Ingi Gunnarsson, Oddný Steina Valsdóttir og Halldóra Kristín Hauksdóttir (mynd SMH).

Hermann Ingi Gunnarsson nautgripabóndi á Klauf í Eyjafjarðarsveit hefur tekið sæti í stjórn Bændasamtakanna en ný stjórn var kosin á Búnaðarþingi 2020. Hermann Ingi vermir jafnframt sæti í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar.

Ásamt Hermanni Inga sitja í stjórn samtakanna þau Oddný Steina Valsdóttir, sauðfjár- og nautgripabóndi í Butru í Fljótshlíð, Halla Eiríksdóttir, sauðfjárbóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal, Halldóra Kristín Hauksdóttir, eggjabóndi hjá Græneggjum í Eyjafirði og Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubóndi á Ártanga sem einnig er formaður nýrrar stjórnar.

Við óskum Hermanni Inga til hamingju með stjórnarsætið.

 

Nánar má lesa um fréttina á vef Bændablaðsins www.bb.is