Nýtt fundarbókunarkerfi

Á 339. fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar sem haldinn var 15. janúar s. l. var tekið í notkun OneMeeting – Fundabókunarkerfi. Kerfinu er ætlað að auðvelda og flýta fyrir gerð fundarboða og sparar þannig mikinn tíma.

Fundarkerfið sér um að senda fundarboð til sveitarstjórnar og nefndarmanna. Jafnframt er fundarboðið sett í nefndarmannagátt þar sem fulltrúar í sveitarstjórn og nefndum geta nálgast þau, ásamt öllum gögnum sem fundarboðinu fylgja. Með þessu móti mun ekki einungis sparast mikill tími heldur einnig mikill pappír þar sem þetta tengist OneRecords – málakerfinu þar sem öll skjöl sem berast sveitarfélaginu eru skönnuð og vistuð í málakerfinu. Eftirleiðis mun því fundarboð ásamt fundargögnum sent rafrænt og fulltrúar í sveitarstjórn vera með tölvur á fundum sveitarstjórnar í stað gagna á pappír.