Ólafur Rúnar Ólafsson hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurráðningu í stöðu sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar

Ólafur Rúnar Ólafsson
Ólafur Rúnar Ólafsson

Ólafur Rúnar, sem er lögmaður, tók við stöðu sveitarstjóra á miðju síðasta kjörtímabili og kom til þeirra starfa úr lögmannsstörfum. Hann hefur nú ákveðið að snúa sér aftur að sínu fagi og hasla sér þar völl á nýjan leik. Ólafur Rúnar mun gegna stöðu sveitarstjóra til 30. júní nk. en Eyjafjarðarsveit mun þó áfram njóta liðsinnis hans í afmörkuðum verkefnum fram á haustið samkvæmt samkomulagi. Það verður því eitt af fyrstu verkefnum nýrrar sveitarstjórnar að finna eftirmann Ólafs Rúnars.

Eyjafjarðarsveit þakkar Ólafi Rúnari fyrir störf hans og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.