Opinn fundur H-listans í kvöld

H – listinn stendur fyrir opnum fundi í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar þangað sem sveitungum okkar er boðið að koma og ræða málin við frambjóðendur.
Sveinn Ásgeirsson fjallar sérstaklega um endurvinnslumál og Sigurgeir Bjarni fjallar um fjarskiptamál.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 21. maí kl. 20:00 á Smámunasafninu.
Allir velkomnir til að ræða stefnumál og kynnast frambjóðendum betur.
Hlökkum til að sjá ykkur
Frambjóðendur H listans