Óvíst með snjómokstur og færð á fimmtudag - skólabílar ekki á ferð

Fréttir
Þungfært er víða í sveitarfélaginu
Þungfært er víða í sveitarfélaginu

Að svo stöddu telur Vegagerðin ólíklegt að hægt verði að moka í sveitarfélaginu fyrr en á morgun og er því útlit fyrir að ófært verði í sveitarfélaginu hið minnsta fyrri hluta dags. Ljóst er að skólabílar munu ekki verða á ferð á fimmtudag og má reikna með að færðin hafi áhrif á skólastarf fimmtudags. Hvetjum við foreldra til að fylgjast vel með upplýsingum frá skólunum. 

Við uppfærum upplýsingarnar hér inni strax og eitthvað nýtt er að frétta.