Reykskynjarayfirferð Dalbjargar 2008

Frá Björgunarsveitinni Dalbjörgu: Hin árlega reykskynjarayfirferð Dalbjargar verður farin helgina 1. – 2. nóvember. Þetta verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, við munum fara í öll hús í sveitinni og selja rafhlöður fyrir reykskynjara og einnig er hægt að panta slökkvitæki og sjúkrakassa hjá okkur.
Einnig munum við hafa Neyðarkallinn til sölu sömu helgi. Sala á honum er góð fjáröflun fyrir hjálparsveitina og því vonumst við eftir góðum móttökum eins og undanfarin ár.
Nánari upplýsingar hjá Elmari í síma 8917981.