SAGA ÍSLENSKRAR TÓNLISTAR II

Fyrirlestur 12. janúar 2008 kl. 15.00 í Tónlistarskólanum á Akureyri
Tónleikar 13. janúar 2008 kl. 15.00 í Laugarborg
Miðaverð á báða viðburði kr. 4.000,-
Miðaverð á tónleika kr. 2.000,-
Flytjendur: Sigríður Aðalsteinsdóttir, mezzosópran Bjarni Thor Kristinsson, bassi & Daníel Þorsteinsson, píanó
Efnisskrá: Íslensk sönglög frá ýmsum tímum

Um helgina fer fram annar hluti af þrem í verkefninu Saga íslenskrar tónlistar. Eins og nafnið gefur til kynna verður gefið ágrip af sögu tónlistar á Íslandi og er nú komið að sönglistinni. Þriðji hluti fer fram í apríl og verður þar fjallað um hljóðfæratónlist 20. og 21. aldar.

Laugardaginn 12. janúar fer fram fyrirlestur um efnið í húsakynnum Tónlistarskólans á Akureyri og daginn eftir fara fram tónleikar þar sem sönglögin sem um ræðir hljóma í lifandi flutningi þremenninganna sem nefndir eru hér að ofan. Verkefnið er unnið í samvinnu við Tónlistarskólana á Akureyri og Eyjafirðir og í samvinnu við Simenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Umsjónarmaður verkefnisins er Daníel Þorsteinsson.

Markmið er að gera hlut íslenskrar tónlistar hærra undir höfði í menntun tónlistarnema, gefa áhugafólki um tónlist tækifæri til að öðlast innsýn í sögu tónlistar á Íslandi og gera sögukennslu meira lifandi með því að tengja fræðin beint við tónlistarflutning á tónleikum. Stefnt er að því að útbúa verkefnið þannig að auðvelt sé að flytja dagskrána víðar um landið í sama tilgangi.

Tónleikarnir eru liður í vetrardagskrá Laugarborgar.