Sala á háhraðanettengingum hafin


Fjarskiptasjóður samdi fyrr á þessu ári við Símann hf um uppbyggingu á háhraðanettengingum til að tryggja öllum landsmönnum aðgang tenginga óháð búsetu. Uppbyggingu er nú lokið í Eyjafjarðarsveit og skv. tilkynningu fjarskiptasjóðs, átti salan að hefjast 22. sept. s. l.

Tilkynning fjarskiptasjóðs

Símanum ber sem verktaka fjarskiptasjóðs að bjóða íbúum þjónustuna og munu þau heimili sem panta tengingu innan fjögurra vikna frá upphafi sölu ekki greiða tengigjald.
Að þeim tíma liðnum er Símanum heimilt að innheimta allt að 25.000 kr gjald fyrir hverja tengingu. Símanum hf. ber að bjóða íbúum þjónustu en þess er vænst að aðrir söluaðilar netþjónustu bjóði íbúum einnig þjónustu enda stendur það öllum söluaðilum til boða.

Fréttir um samninginn má sjá á heimasíðu samgönguráðuneytisins
http://www.samgonguraduneyti.is/malaflokkar/fjarskogpost/frettir/nr/1924
http://www.samgonguraduneyti.is/malaflokkar/fjarskogpost/frettir/nr/2652

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar