Samstaða um fjárhagsáætlun 2009

Í vinnu við gerð fjárhagsáætlana fyrir árið 2009 fór á stað naflaskoðun á öllum útgjöldum sveitarsjóðs.  Boðað var til vinnufunda allra nefnda og stjórnenda sveitarfélagsins síðastliðinn laugardag.    Góð mæting nefndarmanna og ágætlega skipulögð dagskrá skilaði góðri vinnu þennan dag.   Á þessum vinnufundum voru allir útgjaldaliðir nefnda skoðaðir og krufðir til mergjar.

Á þriðjudag verður fyrri umræða í sveitarstjórn um fjárhagsáætlun og bendir ekkert til annars en okkur takist að leggja fram hallalausa áætlun.  Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verður það að teljast góður árangur og gefur okkur vonir um að sveitarfélagið komi sterkt út úr þessum hremmingum.  Sparnaður í rekstri nú gefur okkur tækifæri og von um að fjárfestingar í grunnþjónustu sveitarfélagsins verði með eðlilegum hætti.  Ég sjálfur hef ekki gefið upp vonina um að okkur takist að hefja framkvæmdir við byggingu leikskóla innan ekki langs tíma. Sveitarstjóri.