Samstaða um sjálfbæra ferðaþjónustu - Þér er boðið á vinnustofu í maí!

Fréttir

Góðan dag!
Þér er boðið á vinnustofuna „Samstaða um sjálfbæra ferðaþjónustu“, þann 18. maí 2022 í Hofi á Akureyri, frá 10:00-17:00.

Áhersla á sjálfbærni er að verða meiri með hverju árinu. Stjórnvöld hafa sett sér það markmið í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að íslensk ferðaþjónusta verði leiðandi í sjálfbærni fyrir árið 2030.

Hjá Markaðsstofu Norðurlands er unnið eftir stefnu stjórnvalda, enda til mikils að vinna þar sem eftirspurn eftir sjálfbærum áfangastöðum eykst sífellt. Svissneska ráðgjafafyrirtækið og ferðaskrifstofan Kontiki var einnig fengin til samstarfs í þessari vinnu.

Eftir ítarleg samtöl við hagsmunaaðila, bæði á Norðurlandi og landsvísu er nú komið að því að boða alla hagsmunaðila saman á vinnustofu, til að hittast og þróa aðgerðaráætlun svo ferðaþjónusta á Norðurlandi geti orðið sjálfbær.

Lögð verður áhersla á að norðlensk ferðaþjónusta:

  • Skapi ávinning samfélagið
  • Skapi staðbundna verðmætasköpun allt árið
  • Verndi náttúru og dýralíf
  • Nýti endurnýjanlega orku og loftslagsvænar lausnir

Ferðaþjónustan er fjölbreyttur starfsvettvangur og við viljum því fá sem flesta með okkur í þessa vegferð. Öllum er boðið að vera með: Heimamönnum, gististöðum, söfnum, athafnafólki, landeigendum, stjórnmálafólki, félagasamtökum, ferðaþjónustuaðilum, menntastofnunum og fleirum - rödd þín skiptir máli!

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG.

Boðið verður upp á léttan hádegisverð, án endurgjalds.
Ítarlegri dagskrá verður auglýst þegar nær dregur. Ef einhverjar spurningar vakna, vinsamlegast sendið póst á audur@nordurland.is.