Skipulagslýsing deiliskipulags

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir skipulagslýsingar skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga vegna deiliskipulags fyrir erftirtalin verkefni:

Svönulundur í landi Holtsels – íbúðarsvæði fyrir eitt einbýlishús.

Leifsstaðabrúnir – íbúðarsvæði fyrir þrjú einbýlishús.

Kotra í landi Syðri-Varðgjár – íbúðarsvæði fyrir sex einbýlishús.

Lýsingarnar munu liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 26. febrúar 2019 til og með 12. mars 2019.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingarnar til þriðjudagsins 12. mars 2019. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið vigfus@sbe.is eða í bréfpósti stílað á Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 601 Akureyri.

Skipulags- og byggingarfulltrúi