Skipulagslýsing deiliskipulags

Deiliskipulagsauglýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir skipulagslýsingar skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga vegna deiliskipulags fyrir athafnasvæði í landi Stokkahlaða. Svæðið er auðkennt AT4 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og mun deiliskipulagið taka til byggingar tveggja húsa sem nýtt verða sem atvinnu- og geymsluhúsnæði.

Lýsingin mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 18. júní 2019 til og með 2. júlí 2019. Lýsingin er einnig aðgengileg hér: Stokkahlaðir - skipulagslýsing 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingarnar til þriðjudagsins 2. júlí 2019. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið vigfus@sbe.is eða í bréfpósti stílað á Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 601 Akureyri.

Skipulags- og byggingarfulltrúi