Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar opnar aftur

Fréttir
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður opnuð aftur mánudaginn 4.maí eftir lokun í samkomubanni. Opið er frá 10-14 alla virka daga.

Engin smit hafa greinst á norðurlandi um nokkuð langan tíma og er nú farið að létta á samkomubönnum, meðal annars í skólum.

Einhver bið er ennþá á að sundlaug og íþróttamiðstöð opni fyrir almenning en tilkynnt verður um breytingu á því strax og aðrar upplýsingar liggja fyrir.