Smámunasafnið - búvélasýning

Sumarhátíð og sýning á gömlum búvélum og smámunum Sverris Hermannssonar í Sólgarði helgina 23. og 24. júní. Komið og eigið notalega stund í sveitinni; fræðast um liðna tíð og njóta veitinga í fallegu umhverfi (grillaðar pylsur).
Vélasýningin er opin frá kl. 13.00 til 17.00 báða dagana en Smámunasafnið er opið alla daga milli kl. 13.00 og 18.00 frá 15. maí til 15. september. Þar er hægt að fá rjúkandi kaffi og nýbakaðar vöfflur, handverk og eldri muni svo sem bækur, hljómplötur, búsáhöld og feira og fleira.
Verið ávallt velkomin í Sólgarð,
Smámunasafnið og Hollvinafélag Búnaðarsögusafns Eyjafjarðar