Snjómokstur aðfaranótt föstudags

Fréttir

Stefnt er á að mokað verði í nótt, aðfaranótt föstudags, líkt og fyrri nótt. Veður er hinsvegar með því móti að fljótt skefur í skafla og því mikilvægt að vegfarendur hafi varann á en ófært getur orðið með skömmum fyrirvara í þeim aðstæðum sem nú eru.