Straumleysi 5. nóvember

Miðvikudaginn 5. nóvember verður straumlaust á svæðinu frá Hrafnagili að Dalsgerði (mynd 1) frá kl. 10.30.-11.00 vegna vinnu við útskipti á rofum.

Nokkrir bæir verða straumlausir áfram til kl. 14 vegna vinnu við endurnýjun á rafstreng en það eru: Víðigerði, Hólshús 1 og 2, Grund og Grund 2, Möðrufell, Samkomugerði og Samkomugerði 2, Torfur, stöðvarhús Djúpadalsárvirkjunar og sumarhúsið Maríugerði (myndir 2-5).


RARIK