Sumardagur á Sveitamarkaði - fyrsti dagur 15.júlí

Sumardagur á Sveitamarkaði er yfirskrift á röð markaðsdaga sem haldnir eru í Eyjafjarðarsveit í júlí og ágúst ár hvert.
Sveitamarkaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag. Hann er frábær vettvangur fyrir fólk að hópast saman og koma varningi sínum á framfæri.
img_6891_400
Varningurinn sem boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu. Þarna er til að mynda handverk, hugverk, jurtir og matvara ýmiskonar svo og hver sá varningur annar sem getur prýtt alvöru Sveitamarkað.
Þátttökugjaldi er mjög í hóf stillt enda sér hver um sitt og hefur meðferðis þann búnað sem hann telur sig þurfa. Markaðurinn er útimarkaður en möguleiki á aðgangi að rafmagni.

Markaðurinn hefst kl. 11 árdegis og stendur til ca. kl.17 en það er að sjálfsögðu undir hverjum söluaðila komið hversu lengi dags hann er. Gert er þó ráð fyrir að söluaðilar mæti til markaðar fyrir kl.11.

Sveitamarkaðsdagar eru eftirtaldir sunnudagar sumarið 2007

15. júlí
22. júlí
29. júlí
5. ágúst
12. ágúst
19. ágúst

Staðsetning:
Markaðurinn er miðsvæðis í Eyjafjarðarsveit ca. 10 mín akstur frá Akureyri á torgi Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar.
Sveitamarkaðurinn er því á blómum prýddum, skjólsælum stað aðeins steinsnar frá fínasta kaffihúsi og ísbar í Blómaskálanum Vín og í göngufæri frá töfraveröld jólanna í Jólagarðinum. Stutt er í tjaldsvæði ásamt nýrri og glæsilegri sundlaug við Hrafnagil.
Í ljósi reynslunnar sést glögglega að nálægðin við Akureyri og fjöldi innlendra sem erlendra ferðamanna á svæðinu gerir Sveitamarkaðinn að viðlíka aðdráttarafli og þekkt er með áþekka markaði víða erlendis.

Þá er bara að velja sér daga til að taka þátt og fá svo allar frekari upplýsingar varðandi markaðinn hjá Vigdísi gsm.857 3700 eða e-mail:hleberg@islandia.is

Það er samstarfhópurinn Fimmgangur sem heldur utan um Sveitamarkaðinn í Eyjafjarðarsveit.

Að heimsækja sveitamarkað er ánægjuleg upplifun fyrir þann sem hann sækir.
Að taka þátt í sveitamakaði er ánægjulegt og gefandi fyrir söluaðilan ásamt því að geta verið ábatasamt ef vel tekst til.