Sumardagurinn fyrsti í Eyjafjarðarsveit

Fjölbreytt dagskrá í boði víðsvegar um sveitina. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Komdu og njóttu sumardagsins fyrsta með okkur í Eyjafjarðarsveit.

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Opið frá kl. 10:00-20:00

Lamb Inn Öngulsstöðum
Býður gestum að koma og skoða nýuppgerð herbergi og þiggja kaffi og meðlæti
frá kl. 13:00-16:00.

Holtsel
Opið frá kl. 13:00-18:00
Ljósmyndasýning Örnu Mjallar Guðmundsdóttir og Altarisklæðið frá Miklagarði sýning Höddu (Guðrúnar H. Bjarnadóttur).
Hadda sýnir verk unnin út frá altarisklæði sem var í Miklagarðskirkju á 16. öld en er nú varveitt í Þjóðminjasafni Dana.


Jólagarðurinn
Opið frá kl. 14:00-18:00
Bakgarður Tante Grethe og Sveinsbær. Sumar-tombóla, engin núll, allir fá vinning!


Finnastaðir
Opið frá kl. 11:00-13:00
Fræðslustund: Friðar- og heilunarhjólið. Hvað er það? Hvers vegna?


Funaborg á Melgerðismelum
Opið frá kl. 13:30–17:00
Stórglæsilegt kaffihlaðborð að hætti Funamanna, húsdýrasýning og teymt undir yngstu börnunum. Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar rennur í hlað á sínum glæsivögnum og Hjalparsveitin Dalbjörg verður með tæki til sýnis.
Handverksfólk mætir með ýmislegt handverk t.d. G4, Gler ást, myndlistaverk eftir Elísabetu Ásgríms og ef veður leyfir mætir Guðmundur Örn með eldsmiðjuna sína.
Nýjar og gamlar búvélar á staðnum.
Hestamannafélagið Funi


Álfagallerýið
Opið frá kl. 13:00-17:00
Fjölbreitt úrval af flottu handverki, heitt á könnuni. Allir hjartanlega velkomnir.
Samstarfshópurinn


Smámunasafn Sverris Hermannssonar
Opið frá kl. 11:00–17:00
Safnið er ekki minjasafn, landbúnaðarsafn, verkfærasafn, búsáhaldasafn, naglasafn, járnsmíðasafn eða lyklasafn heldur allt þetta og meira til. Sýning er í anddyrinu á munum sem unnir hafa verið af vinnuhópi kringum altarisklæðið frá Miklagarði. Sýningin er styrkt af Menningarráði Eyþings og Menningarmálanefnd. Eyjafjarðarsveitar